Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brynjar Björn fékk reisupassann eftir leikinn gegn Keflavík
Brynjar Björn Gunnarsson hefur stýrt sínum síðasta leik með Grindavík. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 1. júní 2024 kl. 11:42

Brynjar Björn fékk reisupassann eftir leikinn gegn Keflavík

Það er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi ekki byrjað tímabilið vel í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Grindavík situr í næstneðsta sæti með eitt tap og fimm jafntefli.

Þessi árangur er langt undir væntingum Grindvíkinga og augljóslega þurfti að breyta einhverju. Það varð því úr að skipta út manninum í brúnni og var þjálfaranum, Brynjari Birni Gunnarssyni, sagt upp störfum í gær eftir fjórða jafnteflisleikinn í röð, þá gegn Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haukur Guðberg Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, staðfestir uppsögn Brynjars í samtali við Víkurfréttir og segir að leit sé hafin að nýjum þjálfara.

Brynjar tók við þjálfun Grindavíkur á síðasta tímabili þegar Helga Sigurðssyni var sagt upp eftir tap fyrir Njarðvík í fjórtándu umferð en þá var Grindavík í þriðja neðsta sæti deildarinnar – núna eru Grindvíkingar næstneðstir.