Bryndís öðru sinni í úrvalsliði Domino's deildarinnar
Verðlaun voru veitt í dag fyrir bestu frammistöður í seinni hluta keppnistímabilsins í Domino's deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var ein Suðurnesjakvenna í liðinu en hún var einnig valin í í úrvalsliðið í fyrri hluta mótsins. Bryndís hefur leikið frábærlega á tímabilinu og verið besti leikmaður Keflavíkurliðsins.
Hér má sjá liðið en Lele Hardy hjá Haukum var valin best.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				