Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Bryndís Guðmunds segir skilið við Keflavík
Bryndís hefur verið einn af máttarstólpum Keflavíkur undanfarin ár. VF-mynd/PállOrri.
Föstudagur 9. október 2015 kl. 16:43

Bryndís Guðmunds segir skilið við Keflavík

Bryndís Guðmundsdóttir landsliðskona úr Keflavík hefur ákveðið að skilja við sitt uppeldisfélag og í samtali við Karfan.is segir hún ástæðu þess vera að klúbburinn og hún séu ekki að ná saman. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt allt og vil auðvitað vera í Keflavík en samstarf milli okkar er ekki að ganga upp sem stendur,“ sagði Bryndís í samtali við Karfan.is

Bryndís hefur verið máttarstólpi í liði Keflavíkur í langan tíma og oft á tíðum erfið viðureignar í teignum og óhætt að segja missir fyrir ungan hóp Keflavíkur. „Það kemur í ljós á þriðjudag hvort ég fái að ganga úr félaginu eða ekki. Ég er náttúrulega samningsbundin þetta tímabilið og ég hef heyrt að Keflavík ætli að efna sinn samning og ekki skrifa undir félagsskipti. Ég veit í raun ekki hvernig þetta virkar því ég hef aldrei þurft að fá mig lausa undan svona samningi. Það yrði slæmt ef ég þyrfti að vera nauðug á samningi hjá félaginu. Það eru náttúrulega landsliðsprógram framundan og ég þarf nátturlega að vera klár í það,“ sagði Bryndís ennfremur. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

En hefur Bryndís þá heyrt í eða verið í viðræðum við önnur lið? „Nei ég hef ekkert pælt í því eða heyrt í öðrum félögum. Ég vil nátturulega fyrst klára mín mál við Keflavík áður en nokkuð slíkt fer í gang,“ sagði Bryndís að lokum. 

Bryndís spilaði 19 leiki með Keflavík á síðasta tímabili og skoraði í þeim 8 stig að meðaltali í leik og tók um 7 fráköst. 

Stjórn Keflavíkur vildi ekki tjá sig um málið að neinu leyti en staðfestu að Bryndís væri hætt í Keflavík.