Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bryndís gengin til liðs við Íslandsmeistara Snæfells
Laugardagur 17. október 2015 kl. 12:47

Bryndís gengin til liðs við Íslandsmeistara Snæfells

Einn af lykilleikmönnum Keflavíkurliðsins í körfubolta kvenna, Bryndís Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Snæfells frá Stykkishólmi. Bryndís var ekki að ná saman með sínu gamla félagi nú í leiktíðarbyrjun en hvorki hún, Margrét Sturlaugsdóttir, nýr þjálfari liðsins sé stjórn félagsins hafa sagt hvað hver hafi verið ástæðan fyrir óánægjunni á milli aðila. Þrálátur orðrómur hefur verið á þá leið að Bryndís og Margrét þjálfari hafi ekki náð saman.

Óvissa var því í kringum mál Bryndísar þar sem hún var með samning við Keflavík en í gær var gengið frá málum þannig að hún fer til Stykkishólms. „Við náðum samkomulagi við Keflvíkinga varðandi Bryndísi sem verður ekkert rætt meira." sagði Ingi Þór Steinþórsson í snörpu spjalli við Karfan.is
Bryndís er í svokölluðum „Blikapakka“ segir karfan.is en þá æfir hún með Breiðabliki en spilar með Snæfelli. Dæmi sem Snæfell hefur notað með fleiri leikmenn og gengið vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024