Bryndís aftur í heimahagana
Lengjubikar kvenna heldur áfram í kvöld með þremur leikjum og fara tveir þeirrra fram hér á Suðurnesjunum. Á Sunnubrautinni taka Keflvíkingar á móti KR en þessi lið áttust einmitt við í eftirminnilegri rimmi í undanúrslitum Íslandsmótsins og í bikarúrslitunum á síðasta tímabili. Bryndís Guðmundsdóttir mætir þarna á sinn gamla heimavöll en hún gekk í raðir KR í vor eins og kunnugt er.
Njarðvíkingar fá svo Hamar í heimsókn í Ljónagryfjuna en þessi sömu lið áttust einmitt við í undanúrslitum Íslandsmótsins í vor.
Hefjast báðir leikirnir klukkan 19:15.
VF-Mynd: Þær Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir munu væntanlega takast á í kvöld.