Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Brotlentu á brautarenda
    Það var mikill fögnuður hjá Haukum í gær. Þær urðu Íslandsmeistarar eftir stórsigur á Grindavík.
  • Brotlentu á brautarenda
    Haukar bíða eftir gullinu í leikslok.
Miðvikudagur 28. september 2016 kl. 09:13

Brotlentu á brautarenda

- Grindavíkingar töpuðu stórt í úrslitaleik 1. deildar kvenna

Grindvíkingar brotlentu í úrslitaleik 1. deildar kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Grindvíkingar tóku á móti Haukum í Grindavík í blíðunni í gær.

Upphaf leiksins lofaði góðu og Grindavíkurstúlkur komust yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Dröfn Einarsdóttur. Haukar jöfnuðu svo metin á 26. mínútu með marki Þórdísar Evu Ágústsdóttur.

Grindvíkingar áttu mjög slæman kafla í upphafi síðari hálfleiks. Þá fékk liðið á sig þrjú mörk á fimm mínútna kafla. Þar með gáfust heimakonur upp og sáu aldrei til lands. Haukar bættu svo við fimmta markinu í uppbótartíma. Mörk Hauka í síðari hálfleik skoruðu Dagrún Birta Karls­dótt­ir, Heiða Rakel Guðmunds­dótt­ir, Hildigunn­ur Ólafs­dótt­ir og Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir.

Fyrir leikinn höfðu stelpurnar í Grindavík tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með sigri á ÍR í Grindavík. Með ósigri í gær endar Grindavík í 2. sæti 1. deildar. Keflavík og ÍR léku svo um þriðja sætið í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Leikurinn endaði með 4-2 sigri Keflavíkur. Þar sigraði Keflavík og endar í 3. sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu 2016.

Haukar hömpuðu Íslandsmeistaratitli í Grindavík síðdegis í gær. VF-myndir: hilmarbragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar taka við silfrinu í leikslok.