Bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu
Team DansKompaní heldur áfram að gera frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í dansi. Í kvöld bættust bronsverðlaun við gull- og silfurverðlaunin sem hópurinn hafði þegar unnið.
Keppni eldri hópa er hafin og atriði Team DansKompaní, Muddy Waters, í flokki Junior Duet/trios Jazz and Show Dance vann til bronsverðluna.
Dansararnir eru Jórunn og Valur Axel en danshöfundur er Helga Ásta Ólafsdóttir.
DansKompaní spyr á Facebook-síðu sinni: „Hvar endar þetta eiginlega? Þetta er ruglaður árangur!“