Brons hjá Keflavík á Mínervumótinu
Mínervumótið í fimleikum fór fram um síðustu helgi í húsnæði Bjarkanna í Hafnarfirði. Lið Keflavíkur í sjötta þrepi fimleikastigans náði bronsverðlaunum á mótinu en liðið hafnaði í 3. sæti á eftir Gerplu og Ármanni.
Keflvíkingar sendu lið til keppni í fjórða, fimmta og sjötta þrepi og stóðu liðin sig með stakri prýði.