Brodnik verður áfram í Keflavíkurtreyjunni
Jaka Brodnik hefur endurnýjað samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leikmaðurinn því vera áfram í herbúðum liðsins á næsta tímabili í Subway-deild karla.
Í færslu á Facebook-síðunni Keflavík karfa segir Brodnik: „Ég hlakka til að spila aftur í Keflavíkurtreyjunni. Ég mun gefa allt sem ég á, njóta þess að spila og deila gleðinni með stuðningsmönnum okkar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist á ný.“

 
	
				 
					

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				