Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Brittany fer á kostum í liði Keflavíkur
Þriðjudagur 28. nóvember 2017 kl. 13:29

Brittany fer á kostum í liði Keflavíkur

Brittany Dinkins, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í Domino’s deildinni í körfu, hefur staðið sig gríðarlega vel innan vallarins með liðinu í vetur. Brittanny var valin lykilleikmaður 9. umferðar Domino´s deildar kvenna á karfan.is en hún var með 35 stig, 9 fráköst, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta í leik Keflavíkur gegn toppliði Vals þann 25. nóvember sl.

Meðaltal Brittanny í leikjum með Keflavík er 25,2 stig í leik, 8,1 fráköst og 9,8 stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lið Keflavíkur er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar og hefur liðið sigrað fimm leiki og tapað fjórum. Breiðablik kemur í heimsókn til Keflavíkur þann 29 nóvember nk. og hefst leikurinn kl. 19:15.