Brittanny stigahæst í sigri Keflavíkur gegn Snæfell
Brittanny Dinkins skoraði 35 stig fyrir lið Keflavíkur í Domino´s deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið mætti Snæfelli. Leikurinn endaði 100-91 en Keflvíkingar leiddu leikinn strax í fyrsta leikhluta. Leikurinn í kvöld var annar sigur Keflavíkur í röð.
Brittanny var stigahæst í liði Keflavíkur, sem fyrr segir, en hún var með 35 stig og 12 fráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir átti einnig stórleik en hún skoraði 27 stig og var með 12 fráköst. Þá skoraði Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22 stig.
Keflvíkingar munu næst mæta Val, en það verður næstkomandi fimmtudag kl. 16:30.