Brittanny með stórleik

Keflavík heimsótti Skallagrím í gærkvöldi í Domino´s deild kvenna í körfu og fór með sigurinn heim, lokatölur leiksins voru 73-87, fjórtán stiga sigur Keflavíkur. Brittanny Dinkins átti enn einn stórleikinn fyrir lið Keflavíkur og skoraði meðal annars fyrstu sjö stig liðsins í þriðja leikhluta. Keflavík virðist vera komið í meistaragírinn aftur en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð.

Stigahæstu leikmenn Kelfavíkur voru Brittanny Dinkins með 22 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústdóttir með 15 stig og 12 fráköst, Erna Hákonardóttir með 13 stig og Salbjörg Ragna Sævarsd´ttor með 10 stig og 5 stoðsendingar.