Bristol farin, nýr Kani á leiðinni
 Körfuknattleikskonan Reshea Bristol hefur verið látin fara frá liði Keflavíkur þar sem hún hefur leikið í haust.
Körfuknattleikskonan Reshea Bristol hefur verið látin fara frá liði Keflavíkur þar sem hún hefur leikið í haust.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Víkurfréttir að Bristol hefði alls ekki sýnt hæfileika sína og hefði haft slæm áhrif á móralinn í herbúðum Keflvíkinga.
„Við tókum ákvörðun í síðustu viku um að Reshea kæmi ekki aftur og höfum fundið annan leikmann til að fylla í skarð hennar. Hún heitir Lakiste Barkus og við bindum vonir við að hún hjálpi okkur til að komast aftur á beinu brautina.“
Barkus þessi er bakvörður líkt og Bristol, 23 ára og útskrifaðist úr hinum virta háskóla Louisiana Tech í vor. Hún er góður varnarmaður, snögg og góð þriggja stiga skytta.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				