Brids: Karl og Gunnlaugur hlutskarpastir
Þann 20. október lauk þriggja kvölda butlertvímenning í Brids og urðu Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson hlutskarpastir með 863 impa. Hlutu þeir glæsileg verðlaun frá N1 Búðinni í Keflavík. Næstu fjóra miðvikudaga verður hausttvímenningur þar sem þrjú af fjórum kvöldum telja. Allir velkomnir.
Röð efstu manna í butlertvímenning:
Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson 863 impar
Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen 727 impar
Randver Ragnarsson og Gunnar Guðbjörnsson 338 impar
Jón H. Gíslason og Ævar Jónasson 101 impar
Óli Þór Kjartansson og Jóhannes Sigurðsson 83 impar