Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 27. mars 2008 kl. 14:57

Breyttur tími í boxinu: Undankeppnin fer fram á morgun

Í Víkurfréttum í dag og á vf.is hefur komið fram að undankeppnin á Íslandsmótinu í Ólympískum hnefaleikum fari fram í Hafnarfirði í kvöld en svo er víst ekki rétt. Undankeppnin mun fara fram annað kvöld, föstudaginn 28. mars, í Hafnafirði en úrslitakvöldið er áfram á dagskrá á laugardagskvöld í hnefaleikahöll HFR í Reykjanesbæ.
 
Breytingar á undankeppninni voru gerðar í dag og er vonast til þess að hnefaleikaunnendur verði ekki fyrir ónæði af þessum völdum.
 
Undankeppnin fer fram í húsnæði Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar og hefst keppnin kl. 20:00 annað kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024