Breyttur leiktími hjá Keflvíkingum
Íslandsmeistarar Keflavíkur, sem komnir eru til Lettlands, mæta BK Riga í Evrópukeppninni í dag kl. 16:30. Upphaflega átti leikurinn að hefjast kl. 15:30 að íslenskum tíma en var færður til 16:30 eða til kl. 19:30 í Lettlandi.
Greint verður frá framvindu leiksins á www.keflavik.is en liðið mátti sætta sig við 92-77 tap í Finnlandi gegn Lappeenrante.
VF-mynd/ frá viðureign Keflvíkinga og Hauka á síðustu leiktíð.