Breyttir tímar á leikjum í Símadeildinni í knattspyrnu
Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að færa alla leiki á virkum dögum í úrvalsdeild karla í sumar frá kl. 20 til kl. 19.15. Á heimasíðu KSÍ er sagt að mikill einhugur ríki á milli félaga með þessa breytingu og ýmsar ástæður liggi að baki "m.a. breytt þjóðfélagsmynstur, hagræði fyrir félög sem þurfa að ferðast til síns heima eftir leiki og auknir möguleika á umfjöllun sjónvarps að kvöldi leikdags." Þetta kemur fram á mbl.is.