Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Breytingar hjá Njarðvíkingum - Þrír út og einn inn
Fimmtudagur 21. júlí 2011 kl. 14:12

Breytingar hjá Njarðvíkingum - Þrír út og einn inn

Knattspyrnulið Njarðvíkinga í 2. deild hefur misst þrjá leikmenn nú í félagsskiptaglugganum. Þeir Haraldur Axel Einarsson og Hörður Ingi Harðarson ganga á ný til liðs við Víði í Garði og Bjarni Steinar Sveinbjörnsson er farinn til ÍH.

Þeir Bjarni Steinar og Haraldur fara á láni út tímabilið en Hörður á venjulegum félagsskiptum.

Þá hefur leikmaður Vals, Fitim Morina gengið til liðs við Njarðvíkingal á lánssaming. Fitim er tvítugur sóknarmaður sem hefur verið hjá Val frá unga aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/ Guðmundur Rúnar formaður meistaraflokksráðs og Fitim Morina handsala samninginn