Brenton og Sæunn best í Njarðvík
Lokahóf meistaraflokka við Körfuknattleiksdeild UMFN fór fram á dögunum í Safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík. Brenton Birmingham og Sæunn Sæmundsdóttir voru valin bestu leikmenn Njarðvíkurliðanna.
Daníel Guðni Guðmundsson var valinn efnilegasti leikmaður í meistaraflokki karla en í kvennaflokki var Anna María Ævarsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn. Þá var Damon Bailye valinn besti leikmaður meistaraflokks karla í úrslitakeppninni.