Brenton: Nick á DHL-Höllina!
Brenton Birmingham hefur verið að finna sig vel í liði Grindavíkur í síðustu tveimur leikjum og í kvöld setti hann 17 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum þegar Grindavík rúllaði yfir KR 94-107 í DHL-Höllinni. Þar með var fyrsti ósigur KR á heimavelli þessa leiktíðina færður til bókar.
,,Þetta eru úrslitin og bæði við í Grindavík og strákarnir í KR vitum að þegar hingað er komið á leiktíðinni er heimavöllurinn ekki svo stórt mál. Þetta snýst um að mæta til leiks og framkvæma sína hluti. Hingað hefur enginn sótt sigur fyrr en við gerðum það í kvöld en svona er úrslitakeppnin og þar getur allt gerst,“ sagði Brenton og sagði ófeiminn að Grindvíkingar hefðu verið á hælunum þegar einvígið hófst.
Mynd: [email protected]