Brenton meiddur í baki og verður ekki með í kvöld
Njarðvíkingar mæta liði KR í kvöld í KR-heimilinu í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Epson-deildarinnar í körfu og fer leikurinn fram kl. 20:00. Brenton Birmingham leikmaður Njarðvíkinga verður ekki með í þeim leik sökum meiðsla í baki en hann hneig niður á æfingu liðsins í gær og munar það um minna. Logi Gunnarsson sagði í viðtali við vf.is að þeir ætluðu sér þó sigur í þessum leik...„Þetta verður auðvitað mjög erfitt og sérstaklega þegar okkar besti leikmaður dettur út. Við munum þó fara í leikinn til að vinna og þetta kemur til með að þjappa hópnum enn meira saman eins og alltaf þegar svona hlutir gerast. Leikurinn leggst annars mjög vel í mig og við ætlum okkur ekkert annað en sigur í þessum leik og komast í 2-0“.
Nú spilar Baldur Ólafsson með þeim í kvöld, eru þið ekkert smeykir við hann?
„Nei alls ekki. Hann er mjög góður leikmaður og gríðarlega stór en ég held þó að hann eigi ekki eftir að breyta miklu í leik þeirra en það fer samt allt efir því hvernig þjálfari KR-inga leggur upp fyrir leikinn“.
Nú spilar Baldur Ólafsson með þeim í kvöld, eru þið ekkert smeykir við hann?
„Nei alls ekki. Hann er mjög góður leikmaður og gríðarlega stór en ég held þó að hann eigi ekki eftir að breyta miklu í leik þeirra en það fer samt allt efir því hvernig þjálfari KR-inga leggur upp fyrir leikinn“.