Brenton ekki með í kvöld gegn UMFG?
Í kvöld kl. 20:00 spila Njarðvíkingar við granna sína úr Grindavík. Svo gæti farið að Brenton Birmingham spili ekki þann leik vegna bakmeiðsla og munar það um minna. Þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkinga.Pete Philo mun þó spila sinn fyrsta leik fyrir liðið og verður gaman að sjá hvers hann er megnugur en Njarðvíkingar segja hann mjög góðan leikmann.