Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Brenton 35 ára í dag
Fimmtudagur 29. nóvember 2007 kl. 11:00

Brenton 35 ára í dag

Á vefsíðu Njarðvíkinga í dag er einum besta körfuknattleiksmanni landsins, Brenton Birmingham, sent góðar afmæliskveðjur. Brenton er 35 ára í dag og gefur hvergi eftir á parketinu. Við látum fréttina af Njarðvíkursíðunni fylgja með hér að neðan.

 

Aldursforseti okkar ástkæra körfuknattleiksliðs Brenton Birmingham er 35 ára í dag. Sendum við honum og fjölskyldu hans afmæliskveðju og hvetjum alla til að kasta á hann kveðju í B-Home.

 

Brenton er á sínu áttunda tímabili með UMFN og hefur skorað 21 stig, tekið 6 fráköst, gefið 4 stoðsendingar og stolið 3 að meðaltali í leik.  Á þessum tíma hefur Brenton unnið 3 Íslandsmeistaratitila og 3 Bikarmeistaratitla með liðinu og var kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra.

 

www.umfn.is

 

VF-Mynd/ Þorgils Jónsson, [email protected] - Þau eru ófá tilþrifin sem Brenton hefur átt á ferli sínum hérlendis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024