Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Breiðhyltingar biðu ósigur í Ljónagryfjunni
Fimmtudagur 23. október 2014 kl. 23:07

Breiðhyltingar biðu ósigur í Ljónagryfjunni

Auðvelt hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar unnu 13 stiga sigur á ÍR-ingum á heimavelli sínum í kvöld, 82-69, þegar liðin mættust í Domino's deild karla í körfubolta. Mest náðu heimamenn 23 stiga forystu og var sigur þeirra grænklæddu aldrei í hættu. Dustin Salisbury hélt uppteknum hætti og leiddi Njarðvíkinga í stigaskori með 23 stig, á meðan Logi Gunnarsson skoraði 14 stig. Njarðvíkingar hafa nú unnið síðustu tvo leiki eftir tap gegn KR í fyrstu umferð.

Tölfræðin

Public deli
Public deli

Njarðvík-ÍR 82-69 (21-16, 23-15, 23-20, 15-18)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=89027&game_id=2937089
Njarðvík: Dustin Salisbery 23/8 fráköst, Logi Gunnarsson 14/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 10/4 fráköst, Ágúst Orrason 9, Mirko Stefán Virijevic 9/9 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 5, Snorri Hrafnkelsson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ólafur Aron Ingvason 0, Rúnar Ingi Erlingsson 0.