„Breiðablik verða Íslandsmeistarar“ -segir Johnny Nas
Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Johnny Nas og Blazroca, er í raun andlit XXX-Rotweilerhundanna. Á sunnudaginn munu þeir skemmta áhorfendum í hálfleik í leik Breiðabliks og Njarðvíkur í 8 liða úrslitum Epson-deildarinnar og má búast við þrusu stemmningu. Við hjá Víkurfréttum fengum kappann í viðtal og spurðum hann út í hitt og þetta.....
Býstu við mikilli stemmningu á leiknum á sunnudag?
„Já þetta verður algjör snilld. Ég er mikill aðdáandi Breiðabliks enda eru gömlu félagar mínir úr Vesturbænum í Kópavogi að spila með liðinu. Svo eru Mirko og Kaninn hjá þeim mínir menn enda hef ég oft hitt þá á Píanóbarnum og spjallað við þá. Þetta mun auðvitað verða geðveikur leikur og þó svo Suðurnesjaliðin hafi alltaf verið best held ég að Breiðablik eigi eftir að verða sterkir í framtíðinni, eða svo er mér sagt að minnsta kosti“.
Þú heldur sem sagt með Breiðablik í körfubolta?
„Já ég þekki svo marga þarna. Ég þekki reyndar fullt af liði úr Njarðvík líka en ég er úr Kópavogi og því eru þeir mitt lið. Ég fylgist líka með kvennaboltanum hjá Breiðablik og ég vil fá Olgu Færseth aftur hingað því hún var góð. Annars veit ég mjög lítið um íþróttir“.
Hvernig „Show“ verður þetta hjá ykkur?
„Við fáum auðvitað mjög lítinn tíma því hálfleikurinn er svo stuttur. Þetta verður um tíu mínútur og munum við vera með hálfgert „bland í poka“ en þetta mun verða mjög flott eins og alltaf hjá okkur“.
Spiliði ný lög?
„Við munum ekki koma því fyrir en við erum hins vegar með nokkur ný lög sem við erum að spila á tónleikum hjá okkur, þar á meðal lag sem heitir; Ég er Halim Al. Við erum að spila í Grindavík á föstudag og hvetjum við alla að mæta á það ball enda verður dúndrandi stemmning og þar verða nýju lögin spiluð“.
Fer ekki að koma ný plata út?
„Það er aldrei að vita. Það hefur verið mikill þrýstingur á okkur og við erum með nóg efni en það verður bara að koma í ljós“.
Nú eru flestir rapparar erlendis(USA) sleipir í körfubolta. Hvað með þig?
„Ég er mjög góður í sundi. Ég var nú aldrei góður í körfu en ég var þó alltaf með félögunum úr vesturbænum í Kópavogi í körfu og voru þeir alltaf mjög góðir við mig. Þeir gáfu alltaf boltann á mig svoleiðis en ég var svolítið hittinn en gat þó ekkert annað. Ég var svona eins og Larry Bird í Boston með asnalegan stíl og svoleiðis en gat þó hitt“.
Að lokum, hvernig helduru að þetta endi?
„Ég held að Breiðablik verði Íslandsmeistarar eða jafnvel heimsmeistarar“.
Býstu við mikilli stemmningu á leiknum á sunnudag?
„Já þetta verður algjör snilld. Ég er mikill aðdáandi Breiðabliks enda eru gömlu félagar mínir úr Vesturbænum í Kópavogi að spila með liðinu. Svo eru Mirko og Kaninn hjá þeim mínir menn enda hef ég oft hitt þá á Píanóbarnum og spjallað við þá. Þetta mun auðvitað verða geðveikur leikur og þó svo Suðurnesjaliðin hafi alltaf verið best held ég að Breiðablik eigi eftir að verða sterkir í framtíðinni, eða svo er mér sagt að minnsta kosti“.
Þú heldur sem sagt með Breiðablik í körfubolta?
„Já ég þekki svo marga þarna. Ég þekki reyndar fullt af liði úr Njarðvík líka en ég er úr Kópavogi og því eru þeir mitt lið. Ég fylgist líka með kvennaboltanum hjá Breiðablik og ég vil fá Olgu Færseth aftur hingað því hún var góð. Annars veit ég mjög lítið um íþróttir“.
Hvernig „Show“ verður þetta hjá ykkur?
„Við fáum auðvitað mjög lítinn tíma því hálfleikurinn er svo stuttur. Þetta verður um tíu mínútur og munum við vera með hálfgert „bland í poka“ en þetta mun verða mjög flott eins og alltaf hjá okkur“.
Spiliði ný lög?
„Við munum ekki koma því fyrir en við erum hins vegar með nokkur ný lög sem við erum að spila á tónleikum hjá okkur, þar á meðal lag sem heitir; Ég er Halim Al. Við erum að spila í Grindavík á föstudag og hvetjum við alla að mæta á það ball enda verður dúndrandi stemmning og þar verða nýju lögin spiluð“.
Fer ekki að koma ný plata út?
„Það er aldrei að vita. Það hefur verið mikill þrýstingur á okkur og við erum með nóg efni en það verður bara að koma í ljós“.
Nú eru flestir rapparar erlendis(USA) sleipir í körfubolta. Hvað með þig?
„Ég er mjög góður í sundi. Ég var nú aldrei góður í körfu en ég var þó alltaf með félögunum úr vesturbænum í Kópavogi í körfu og voru þeir alltaf mjög góðir við mig. Þeir gáfu alltaf boltann á mig svoleiðis en ég var svolítið hittinn en gat þó ekkert annað. Ég var svona eins og Larry Bird í Boston með asnalegan stíl og svoleiðis en gat þó hitt“.
Að lokum, hvernig helduru að þetta endi?
„Ég held að Breiðablik verði Íslandsmeistarar eða jafnvel heimsmeistarar“.