Brasilískar landsliðskonur til Grindavíkur
Grindvíkingar eru óðum að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi deild kvenna í fótboltanum. Nú síðast bættust við tveir sterkir leikmenn sem báðar eiga að baki landsleiki fyrir Brasilíu. Thaisa de Moraes Rosa Moreno og Rilany Aguiar da Silva eru reynslumiklir leikmenn sem hafa meðal annars spilað með Tyresjö FF í Svíþjóð og fóru með liðinu alla leið í úrslitaleik meistaradeildarinnar.
Thaisa er miðjumaður fædd árið 1988, en hún á að baki 29 landsleiki fyrir Brasilíu.
Rilany Aguiar da Silva er fædd árið 1986. Hún er vængmaður og hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Brasilíu.