Íþróttir

Bras á Grindvíkingum
Fimmtudagur 25. október 2018 kl. 21:35

Bras á Grindvíkingum

Þriðja tapið staðreynd

Það er ennþá vandræðagangur á Grindvíkingum en þeir töpuðu gegn Þórsurum sem voru fyrir leikinn stigalausir í deildinni. Niðurstaðan 90-80 tap í Þorlákshöfn og þar með hafa Grindvíkingar tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í Domino’s deild karla.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og leiddu Grindvíknigar með fjórum stigum þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Heimamenn mættu hinsvegar ferskir til leiks og sigu hægt og bítandi framúr.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Sigtryggur Arnar skoraði 29 stig fyrir Grindvíkinga og Ólafur Ólafsson 15.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 29, Ólafur Ólafsson 15/6 fráköst, Lewis Clinch Jr. 13/4 fráköst, Jordy Kuiper 11/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 5, Hilmir Kristjánsson 3, Nökkvi Már Nökkvason 2, Hlynur Hreinsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0.