Bragi hættur hjá Grindavík
Bragi Hinrik Magnússon hefur sagt upp störfum sem þjálfari Grindvíkinga í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Liðið hefur byrjað leiktíðina illa og tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Bragi vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar við heimasíðu UMFG en þar er greint frá uppsögn hans.
Grindavíkurstelpur eiga leik gegn Fjölni í Dalshúsum í kvöld en þar mun Ellert Magnússon stjórna liðinu.