Bræður léku saman í sigurleik Njarðvíkinga
Ómar Jóhannsson lék sinn fyrsta leik fyrir félagið
Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í leik Njarðvíkur og Sindra í Lengjubikarnum gær að bræðurnir Ómar og Óðinn Jóhannssynir léku saman í fyrsta sinn á knattspyrnuvellinum.
Óðinn gekk til liðs við Njarðvíkinga fyrir tímabilið úr röðum Keflvíkur og Ómar, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga og er fyrrum aðalmarkvörður Keflavíkur, kom inná undir lok leiksins og spilaði þar með sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Njarðvíkingar hafa verið á góðu róli í Lengjubikarnum og unnið tvo leiki og gert 1 jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum.
Njarðvík mætir næst liði Ægis í Reykjaneshöllinni þann 9. apríl n.k.