Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bræður í liði ársins
Bræðurnir Sindri og Ísak.
Laugardagur 7. október 2017 kl. 08:00

Bræður í liði ársins

- Fotbolti.net gerði sumarið upp

Leikmenn Keflavíkur voru sigursælir þegar fotbolti.net gerði upp sumarið. Markmaðurinn Sindri Kristinn Ólafsson, Marc McAusland, Ísak Óli Ólafsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Jeppe Hansen eru allir í liði ársins í 1. deildinni hjá fotbolti.net.

Keflavík komst upp í Pepsi-deildina nú í sumar og kemur þessi árangur því lítið á óvart.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efnilegasti leikmaðurinn að mati fotbolti.net var Ísak Óli Ólafsson og markahæstur var Jeppe Hansen en hann skoraði fimmtán mörk með Keflvíkingum í sumar.

Bræðurnir Sindri Kristinn Ólafsson og Ísak Óli Ólafsson eru báðir í liði ársins, en þess má einnig geta að Sindri er tvítugur og Ísak er aðeins sautján ára gamall.