Bradford ekki á leið til Grindavíkur
Sú fiskisaga hefur gengið fjöllunum hærra að bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Nick Bradford, sem lék með Keflavík á sínum tíma, hafi verið á leið til liðs við Grindavík. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að svo væri ekki.
,,Við leituðum eftir honum en hann reyndist einfaldlega of dýr en það hefði vissulega verið fínn kostur að fá hann til liðs við Grindavík,” sagði Friðrik. Bandaríkjamaðurinn Stveven Thomas meiddist á dögunum og varð því að fara heim og mun ekki leika meir með Grindavík á þessari leiktíð.