Boxari úr Grindavík keppir á laugardag
Tómas Guðmundsson boxari úr Grindavík mætir Lárusi Mikael Klausen í hnefaleikakeppni sem fram fer í BAG-höllinni, Faxafeni 8 næstkomandi laugardagskvöld. Átta bardagar verða háðir um kvöldið og opnar húsið klukkan 19:00.
BOX Í BAG-HÖLLINNI 21. FEBRÚAR.
Fyrsta boxkeppni ársins 2004 fer fram í BAG-höllinni, Faxafeni 8, næstkomandi laugardagskvöld. Mikil gróska hefur verið í íþróttinni og munu mörg ný andlit líta dagsins ljós á þessari keppni.
Hnefaleikaíþróttin er nú stunduð í öllum landshlutum og ber þessi keppni ávöxt þess starfs sem fram hefur farið undandfarin misseri. Aðalbardagi kvöldsins verður án nokkurs vafa viðureign tveggja þungavigtarkappa, þeirra Tómasar Guðmundssonar frá Grindavík og Ísfirðingsins Lárusar Mikaels Klausen. Það eru ár og dagar síðan íslendingar áttu tvo frambærilega þungavigtarboxara, en sú er orðin staðan í dag og verður bardagi þessi án nokkurs vafa æsispennandi þar sem þeir eru báðir ósigraðir til þessa.
Alls verða átta bardagar háðir þetta kvöldið og mun húsið opna kl. 19:00.
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.