Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 28. maí 2003 kl. 10:47

Boxæfingar í Smáralind næstu daga

Í Smáralind er verið að setja upp æfingaboxhring þar sem hnefaleikakappar munu æfa næstu daga fyrir hnefaleikakeppni á milli Íslands og Írlands sem fram fer í Laugardalshöll á laugardaginn. Það eru Hnefaleikafélag Reykjaness og Norðurljós sem standa að keppninni og segir Guðjón Vilhelm forsvarsmaður Hnefaleikafélagsins og þjálfari Íslenska liðsins að æfingar hefjist í Smárlind klukkan 5 í dag. „Írarnir koma í kvöld og á morgun höldum við æfingu með þeim í Smáralindinni. Við erum búin að æfa stíft síðust vikur og íslenska liðið er mjög vel undirbúið.“ Bardagar keppninnar verða sex talsins og opnar Laugardalshöllinn klukkan 19 á laugardag og keppnin hefst klukkan 20. Guðjón segir að írska liðið sé eitt það skemmtilegasta í heimi. „Það verður massagóð stemning í höllinni og írarnir eru með eitt vinsælasta boxlið í heimi. Þeir setja upp sýningar á heimsmælikvarða,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd: Guðjón og Tinna á æfingu á dögunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024