Boxað í Reykjanesbæ í kvöld
Það verður heljarinnar fjör í hnefaleikahöll Reykjanesbæjar í kvöld þegar ungmennakeppni í hnefaleikum fer fram. Aðalbardagi kvöldsins er millum Andra Más Elvarssonar og Danans Mikkel Dreyer Larsen.
Andri er einn efnilegasti hnefaleikamaður þjóðarinnar og þar sem ekki hefur enn fundist andstæðingur á hans reiki hér heima í íþróttinni varð að leita út fyrir landsteinanna.
Húsið opnar kl. 19:00 og hefst keppnin kl. 20:00 en Andri og Mikkel mætast í síðasta bardaganum. Þá munu þeir Hafsteinn Smári Óskarsson og Pétur Jónsson mætast og þeir Pétur Ásgeirsson og Adam Freyr Daðason munu einnig stíga í hringinn ásamt fleiri bardagamönnum.
Það er því von á skemmtilegu kvöldi í hnefaleikahöllinni þar sem efnilegustu boxarar landsins munu sýna snilli sína.
VF-Mynd/ [email protected] – Andri Már fær verðugan andstæðing í kvöld.