Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 7. október 2003 kl. 15:46

Boxað í Garðinum um helgina

Um þessar mundir eru 10 ár frá því Íþróttamiðstöðin í Garði var tekin í notkun eða nánar tiltekið þann 16.október nk.. Í tilefni þessa verður mikið um að vera helgina 10.til 12. október í Íþróttamiðstöðinni. Afsláttur verður veittur af öllum kortum í sund, þrek og ljós. Ýmsar kynningar verða og leiðbeinendur verða á staðnum.
Firmamót í verður í knattspyrnu. Laugardagskvöldið 11.okt. kl.20 fer fram boxkeppni í íþróttasal. Fjórir bardagar verða. Húsið opnar kl.19. Frítt verður í sund kl.10- 17 dagana 11.og 12.október. Nánari upplýsingar á heimasíðu Íþróttamiðstöðvarinnar www.ig.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024