Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 10. október 2003 kl. 13:00

Boxað í Garðinum

Hnefaleikakeppni fer fram í íþróttamiðstöðinni í Garðinum nk. laugardag í tilefni 10 ára afmælist miðstöðvarinnar. Fimm bardagar verða háðir og hefst keppnin klukkan 20:00. Aðalbardagi kvöldsins veðrur á milli Bjarka Bragasonar sem kosinn var boxari kvöldsins á boxkeppninni á Ljósanótt og Þorkels Óskarssonar eða Kela eins og hann er jafnan kallaður. Þorkell er að heyja sinn fyrsta bardaga. Tómas Guðmundsson úr Grindavík mun einnig taka þátt í keppninni við boxara úr Reykjavík og Vikar Karl Sigurjónsson mun einnig taka á móti boxara úr Reykjavík. Guðjón Vilhelm hjá BAG segist eiga vona á skemmtilegu og spennandi kvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024