Bowie með stórleik
Grindavík vann sannfærandi sigur á Breiðabliki í Iceland Expressdeild kvenna í kvöld, 60-80, en leikurinn fór fram á heimavelli Blika.
Grindavík náði snemma góðu forskoti og leiddi í hálfleik, 28-42, og þó Blikastúlkur hafi leikið betur í sinni hálfleik var aldrei spurning um hvernig færi. Tamara Bowie átti stórleik fyrir Grindvíkinga og skoraði 21 stig ásamt því að taka 19 fráköst, stela fjórum boltum og verja fjögur skot.
Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindvíkinga, leyfði flestum leikmönnum að spreyta sig og áttu þær margar góða spretti.
Grindavík er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar á eftir Haukum og Keflavík.
Tölfræði leiksins
VF-mynd/Þorsteinn Gunnar - Tamara Bowie í leik gegn Keflavík á dögunum.