Botnslagur hjá Sandgerðingum
Fimm leikir fara fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag.
Njarðvíkingar taka á móti Gunnari Oddssyni og hans mönnum úr Þrótti Reykjavík á Njarðvíkurvelli kl. 18:30 í kvöld en Grindvíkingar fá Þór frá Akureyri í heimsókn kl. 16:00 á Grindavíkurvelli á morgun, laugardag.
Reynir Sandgerði mætir Leikni á Leiknisvelli í Reykjavík kl. 18:30 en þessi tvö lið berjast hart á botni deildarinnar. Reynismenn eru á botni deildarinnar með 11 stig en Leiknir er í næst neðsta sæti með 14 stig.