Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Botnslagur hjá Sandgerðingum
Föstudagur 24. ágúst 2007 kl. 09:59

Botnslagur hjá Sandgerðingum

Fimm leikir fara fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík leika bæði á heimavelli en Reynismenn halda í sannkallaðan botnslag til Reykjavíkur. Grindvíkingar eiga leik á morgun þegar 17. umferð lýkur.

 

Njarðvíkingar taka á móti Gunnari Oddssyni og hans mönnum úr Þrótti Reykjavík á Njarðvíkurvelli kl. 18:30 í kvöld en Grindvíkingar fá Þór frá Akureyri í heimsókn kl. 16:00 á Grindavíkurvelli á morgun, laugardag.

 

Reynir Sandgerði mætir Leikni á Leiknisvelli í Reykjavík kl. 18:30 en þessi tvö lið berjast hart á botni deildarinnar. Reynismenn eru á botni deildarinnar með 11 stig en Leiknir er í næst neðsta sæti með 14 stig.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024