BOTNLIÐIÐ STÓÐ Í TOPPLIÐINU
Keflavíkurstúlkur sigruðu Grindvíkinga örugglega 67-50 á laugardaginn undir forystu Erlu Þorsteinsdóttur (24 stig og 7 fráköst) og Önnu Maríu Sveinsdóttir (18 stig, 7 fráköst). Grindavíkurstúlkur léku sinn besta leik á tímabilinu en það dugði ekki til að þessu sinni. Reynslan sem Erla Þorsteinsdóttir fékk í bandaríska háskólaboltanum á síðasta ári hefur skilað sér og er hún, án þess að á nokkurn sé hallað, besti leikmaðurinn í fyrstu deild kvenna það sem af er tímabilinu. Annað kvöld fá Grindvíkingar tækifæri til að hala inn fyrstu stigin. Þær leika gegn Stúdínum í Kennnaraháskólanum og hefst leikurinn kl. 20:15.