Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bonneau spilar líklega í kvöld
Mánudagur 21. mars 2016 kl. 16:26

Bonneau spilar líklega í kvöld

Hvernig fer í Ljónagryfjunni? Taktu þátt í könnun VF.

Miklar líkur eru á því að bakvörður Njarðvíkinga, Stefan Bonneau, muni mæta á parketið í kvöld þegar Stjörnumenn mæta í Ljónagryfjuna. Bonneau hefur verið á hliðarlínunni í allan vetur á meðan hann hefur verið að jafna sig af slitinni hásin. Teitur Örlygsson staðfesti í samtali við Karfan.is að mjög líklega muni Stefan fá að spila í kvöld. Kappinn hefur samkvæmt heimildum verið funheitur á æfingum að undanförnu en þó er hann talsvert frá því að vera í nægilegri leikæfingu.

Staðan í eingvígi liðanna í 8- liða úrslitum er 1-0 Njarðvíkingum í vil og geta þeir grænu komist í kjörstöðu með sigri í kvöld. Lesendur Víkurfrétta geta spáð fyrir um úrslit leiksins hér að neðan í sérstakri könnun, en miðað við síðasta leik má búast við rafmagnaðri spennu í Njarðvík í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024