Boltinn í kvöld: Grindavík tekur á móti Valsmönnum
Mikið er um að vera á knattspyrnuvöllum landsins í kvöld. Grindvíkingar taka m.a. á móti Valsmönnum í úrlvalsdeild karla og hefst leikur þeirra á Grindavíkurvelli kl. 19.15. Grindvíkingar eru í harðri fallbaráttu, en erum um leið ekki langt frá þéttum hópi liða um miðja deild þannig að þessi leikur er ákaflega mikilvægur fyrir þá.
Á meðan sækja Keflvíkingar Fram heim á Laugardalsvöll og freista þess að skjótast upp fyrir Fylki í 3.sæti deildarinnar.
Í 2. deild karla taka Njarðvíkingar á móti Tindastóli á Njarðtaksvellinum og hefst sá leikur kl. 19. Þá er einnig ástæða til að minna á sannkallaðan toppslag í 2.deildinni annað kvöld þar sem Reynir í Sandgerði tekur á móti Gróttu, en liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og Grótta með ögn betra markahlutfall.
VF-mynd úr safni - Scott Ramsey verður í eldlínunni í kvöld