Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Boltinn í kvöld: Grindavík með heimaleik – Keflvíkingar fara á Hlíðarenda
Mánudagur 27. júlí 2009 kl. 18:13

Boltinn í kvöld: Grindavík með heimaleik – Keflvíkingar fara á Hlíðarenda


Grindvíkingar taka á móti Fjölni í kvöld en liðin eru bæði með 11 stig í 10. og 11. sæti Pepsí-deildarinnar. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði liðin. Leikurinn hefst kl. 19: 15. Á sama tíma hefst leikur Vals og Keflavíkur á Vodafonevellinum.

Grindavík verður án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum í kvöld en þeir Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo taka út leikbann. Þórarinn Brynjar Kristjánsson er meiddur og þá eru þeir Sveinbjörn Jónasson og Ray Anthony Jónsson báðir tæpir.

Valur í 6. sæti deildarinnar með 19 stig en Keflavík í 3.-5. sæti með 23 stig.  Bæði lið þurfa auðvitað á stigunum að halda enda er fjöldi liða í einum hnapp í deildinni og baráttan um Evrópusæti hörð. Tölfræðin er þó Keflavík í hag en þeir hafa ekki tapað sjö síðustu útileikjum gegn Valsmönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024