Boltinn: Efstu liðin mætast í kvöld

Keflavík og Fylkir mætast í kvöld í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.  Leikurinn fer fram á Njarðtaksvellinum í Njarðvík og hefst kl. 19:15.  Keflavík og Fylkir eru einu liðin sem hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni á nýhöfnu keppnistímabili og því má búast við hörku baráttu um stigin í kvöld.
Grindavík mætir Fram í  kvöld hefst leikurinn á sama tíma á Laugardalsvelli. 
Fram hefur byrjað mótið með sigri og jafntefli og situr því í þriðja sæti.  Grindavík tapaði tveimur fyrstu leikjunum og því mikilvægt fyrir liðið að krækja í stig í kvöld.
---
VFmynd/pket - Frá leik Keflavíkur og Grindavíkur í annarri umferð.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				