Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Boltaskólinn hefst aftur
Mánudagur 1. október 2012 kl. 14:30

Boltaskólinn hefst aftur

Boltaskóli Njarðvíkur hefur verið vel sóttur á síðustu árum en skólinn er fyrir börn á leikskólaaldri (fædd 2007-2010) sem vilja læra að meðhöndla bolta og bæta hreyfigetu og jafnvægi og ekki síður styrk og sjálfstraust.

Salnum er skipt upp í tvö æfingarsvæði, þar sem annað er fyrir boltaþrautir og hitt er fyrir Tarzanþrautir þar sem krakkarnir fá að kynnast ýmsum skemmtilegum æfingum.

Þau Agnar Mar Gunnarsson og Svava Ósk Stefánsdóttir hafa umsjón með skólanum en Ásdís Vala Freysdóttir verður þeim til aðstoðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að skrá börnin sín með því að senda e-mail á [email protected] eða í gegnum facebook síðu skólans.