Bojan til Fram
Keflvíkingurinn Bojan Stefán Ljubicic er búinn að skipta yfir í Fram í 1. deild karla í fótboltanum. Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum í sumar með Keflvíkingum í sumar og á dögunum var greint frá því að hann væri að leita sér af nýju liði. Bojan er 24 ára kantmaður sem leikið hefur með meistaraflokki Keflavíkur frá árinu 2009. Hann á að baki 93 leiki og 5 mörk með félaginu.