Bojan framlengir hjá Keflavík
Bojan Stefán Ljubicic hefur framlengt samning sinn við Keflavík til næstu þriggja ára. Bojan er 21 árs og lék fyrst með meistaraflokki árið 2009 eftir að hafa leikið með yngri flokkum Keflavíkur. Hann hefur þegar leikið 51 leik í efstu deild og skorað í þeim fimm mörk. Bojan á að baki leiki með U-19 ára landsliði Íslands.
Eins og stuðningsmenn Keflavíkur vita líklega á Bojan ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana en hann er sonur Zoran Daníels Ljubicic, fyrrum fyrirliða og þjálfara Keflavíkurliðsins.