Bói í DUUS heiðraður á aðalfundi júdódeildar UMFN
Aðalfundur Júdódeildar UMFN var haldinn fimmtudaginn 7. maí í íþróttahúsinu í Njarðvík. Mikið var um að vera og voru júdómaður og kona ársins 2014 kynnt ásamt því að útnefna efnilegustu júdókonu og mann deildarinnar.
Júdofólk ársins 2014
Birkir Freyr Guðbjartsson var valinn júdómaður Njarðvíkur 2014 og Catarina Chainho Costa var valin júdokona Njarðvíkur 2014. Þau Izabela Luiza Dzieziak og Ægir Már Baldvinsson voru valin efnilegasta júdófólk ársins 2014.
Bói í DUUS heiðraður
Sigurbjörn Sigurðsson, eða Bói í Duus eins og flestir þekkja hann, var heiðraður af júdódeildinni fyrir óeigingjarnt starf í þágu júdóíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Hann stofnaði og rak júdódeild í bænum í fjölda ára sem varð seinna til þess að júdódeild UMFN var stofnuð og hefur Sigurbjörn verið viðriðinn starf Júdódeildar UMFN frá stofnun hennar.
Óvænt gjöf
Listakonan Æsgerður Elín kom færandi hendi og gaf Júdodeildinni forláta mynd sem hún hafði teiknað og hannað og sem verður notuð sem logo (skjaldarmerki) deildarinnar. Myndin sem er einkar vel gerð og úthugsuð er af hesti Óðins, Sleipni sem er einmitt nafn deildarinnar.
Nýr formaður
Björgvin Jónsson formaður Júdódeildarinnar lét af störfum eftir að hafa lyft grettistaki af rekstri deildarinnar. Xabier Þór Tejero Landa var kjörinnv formaður með yfirgnæfandi atkvæðum fundarmanna.
Hluti af iðkendum Sleipnis.
Ægir Már með Gumma.
Júdókona og júdómaður UMFN.
Ægir Már efnilegastur.
Izabela og Catarina.