Boer til Keflavíkur
Keflvíkingar undirrituðu samning í dag við körfuknattleiksmanninn Vlad Boer en hann er ástralskur Rúmeni og 201 cm að hæð. Vefsíða Keflavíkur, www.keflavik.is, greinir frá þessu.
Boer, sem er 101 kg, hefur leikið sem framherji (3) og kraftframherji (4) en hann verður löglegur með Keflavík þann 15. janúar og leikur með Íslandsmeisturunum á móti Skallagrím þann 19. janúar.