Boðsundsveit Íslands með nýtt met
Tveir sundmenn úr ÍRB eru í íslensku karlasveitinni sem setti nýtt Íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í þýskalandi í dag. Sveitin synti á 1.40,82 mínútum og var það bæting um tæpar fjórar sekúndur.Íslenska sveitin var skipuð Erni Arnarsyni, ÍRB sem synti baksund, bringusundið synti félagi hans úr ÍRB, Jón Oddur Sigurðsson, Jakob Jóhann Sveinsson synti flugsundið og Heiðar Marinósson skriðsund.
Sveitin endaði í 13. sæti.
Sveitin endaði í 13. sæti.