Blue Lagoon bikarkeppnin í sundi
Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram á Akureyri þann 8. júní næstkomandi. Bikarkeppnin hefur fengið nýtt nafn og verður héreftir keppt um Blue Lagoon bikarinn.
Bláa Lónið er einn af stærstu styrktar- og samstarfsaðilum Íþróttasambands fatlaðra og á Akureyri þann 8. júní mun sigurliðið hefja á loft nýjan og glæsilegan bikar sem Bláa Lónið gaf til keppninnar.